Á gamans aldri

Páll Bergþórsson

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var alla tíð vakinn og sofinn yfir veðrinu . Hann lifði lífinu á aðdáunarverðan hátt og hafði þann einstaka hæfileika njóta augnabliksins á gamans aldri. Páll fagnaði níutíu og fimm ára afmæli sínu með fallhlífarstökki, keyrði bíl til níutíu og átta ára aldurs og bjó á eigin heimili fram hundraðasta aldursári. Við fáum innsýn í líf Páls sem var nýjungagjarn, hæglátur, kurteis og mikill mannvinur. Langri ævi hans lauk á friðsælan hátt stuttu eftir vinnslu þessa þáttar, 10. mars 2024. Hann var þá hundrað ára.

Frumsýnt

1. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Á gamans aldri

Á gamans aldri

Nýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.

Þættir

,