19:30
Leikirnir okkar
Ísland – Spánn á Ólympíuleikunum 2008

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.

Ísland var mætt til leiks gegn Spáni í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Peking 2008. Það var í þriðja sinn sem Ísland komst í undanúrslit en þetta var jafnframt mótið þar sem Ísland komst í fyrsta sinn í úrslit. Leikurinn gegn Spáni er mögulega, eða sennilega, sá eftirminnilegasti í handboltasögu þjóðarinnar. Með Loga Geirsson í ham gekk íslenska liðið frá því spænska í seinni hálfleik og tryggði sér verðlaunasæti á stórmóti í fyrsta sinn. Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson og Logi Geirsson voru þarna í eldlínunni ásamt mörgum, mörgum fleirum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 25 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
,