13:30
Kastljós
Ferðalag Halldórs, Orð ársins og Bústaðurinn

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Halldór Árnason hefur skrásett minningar og hugsanir sínar eftir að hann var greindur með Alzheimer. Hann segir mikilvægt að tala opinskátt um veikindin og undir það tekur kona hans Þórunn Sigríður Einarsdóttir. Orð ársins árið 2025 var kosið af þjóðinni úr 10 orða lista og er lýsandi fyrir bæði gaman og alvöru síðasta árs. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV afhjúpar það. Bústaðurinn er nýtt leikrit eftir Þór Tulinius með Þórunni Lárusdóttur og Jónmundi Grétarssyni í aðalhlutverkum en það fjallar um breytingaviðmót Íslendinga á tímum aukinnar fjölbreytni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,