
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er ekki ánægður þegar eitt barna hans teiknar skopmynd af honum og tekur til sinna ráða. Eftir á að hyggja hefði verið betra að hlæja bara.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Nóra norðurljós hrapar í loftbelginn, Loft kann ekki að taka á móti gestum og Sjón verður afbrýðisöm. Á meðan bíður Áróra eftir norðurljósunum en ekkert gerist.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti skoðar Ævar mistök, sem bæði geta verið af hinu góða og eins haft hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur eru þau Marta María Winkel, Stefán Einar Stefánsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Andri Freyr Viðarsson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Dóra Júlía Agnarsdóttir, Eliza Reid og Sóli Hólm.
Berglind Festival kynnir sér fermingarveislur.
Hljómsveitin Dream Wife slær botninn í þáttinn með laginu Hot (don't date a musician).
Góð hönnun er hvarvetna í kringum okkur en það er slæm hönnun líka. Finnski hönnuðurinn og teiknarinn Kasper Strömman skoðar hér áhrif lélegrar hönnunar á daglegt líf okkar og leitar leiða til að bæta úr þar sem þess er þörf.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa reyna að aðlagast nýjum og framandi aðstæðum í Tókýó, stærstu borg heims. Þau kanna borgina áður en þau halda til eyjarinnar Hokkaídó þar sem stórbrotin náttúrufegurð hrífur þau.

Danskir þættir sem fjalla um einmanaleika hjá miðaldra fólki. Í þáttunum er rætt við fjóra einstaklinga sem upplifa sig einmana, þrátt fyrir að allt líti út fyrir að ganga vel hjá þeim út á við. Í þáttunum fara þau hvert sínar leiðir í tilraunum til að brjótast út úr einmanaleikanum.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Björn Th. Björnsson listfræðingur var brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri myndlist. Hann starfaði um árabil sem kennari í fræðigrein sinni, skrifaði ritgerðir og bækur um sögu íslenskrar myndlistar auk sögulegra skáldsagna. Um langt skeið annaðist hann þáttagerð um menningu og sögu fyrir Ríkisútvarpið, útvarp og sjónvarp. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Eliza Reid er gestur í Kilju vikunnar. Hún segir frá nýrri spennusögu sem hún hefur skrifað og kemur út bæði á íslensku og ensku. Diplómati deyr er nafnið á bókinni. Sofia Nannini er ítalskur arkitektúrsagnfræðingur sem fékk áhuga á íslenskri steinsteypu og segir okkur frá bók sem hún hefur sett saman og nefnist The Icelandic Concrete Saga. Sæunn Gísladóttir er búsett á Siglufirði, starfar á Akureyri, og kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína sem heitir Kúnstpása. Eyþór Árnason rabbar um ljóðabók sína Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur og flytur kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um ævisögu Geirs H. Haarde, Fólk og flakk eftir Steingrím J. Sigfússon og Besta vin aðal eftir Björn Þorláksson. Þátturinn er á dagskrá nokkuð seinna en venjulega sökum afhendingar Edduverðlauna - en það borgar sig alveg að bíða.

Norsk fræðsluþáttaröð um hressandi tilraunir. Þeir Rune Nilson og Per Olav Alvestad láta sér detta ýmislegt misgáfulegt í hug og hrinda því yfirleitt í framkvæmd.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn inn í stóra stúdíóið á RÚV þar sem verið er að taka upp glænýja þáttaröð af Söguspilinu. Þar fá þau fá að prófa þraut.
Í Jörðinni fara Linda og Baldur yfir það hvernig hægt er að hjálpa jörðinni okkar, hitta umhverfisráðherra og spjalla við Sævar Helga um framtíð jarðar.
Í Tilfinningalífi skoða Júlía og Sölvi hvernig skemmtilega tilfinningin Spenningur getur orðið svo sterk að hún fer að láta okkur líða undarlega.

Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Ungfrúin góða í blokkinni er stuttmynd eftir hina 8 ára gömlu Snæfríði Eddu Ragnarsdóttur Thoroddsen.
Handrit og leikstjórn: Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen
Lilja/Sósel.Ilmur Kristjánsdóttir
Jóhanna: Brynhildur Guðjónsdóttir
Köttur:Grettir
Myndataka/ klipping og litaleiðrétting: Erla Hrund Halldórsdóttir
Hljóð: Hrafnkell Sigurðsson
Hljóðvinnsla: Finnur Björnsson
Grafík: Arna Rún Gústafsdóttir
Lýsing: Sigurður Grétar Kristjánsson
Förðun: Ragna Fossberg
Búningar: Ragnheiður Ólafsdóttir
Leikmynd og leikmunir: Alma Ösp Arnórsdóttir
Kattaumsjón: Skarphéðinn Friðriksson
Framleiðsla: Sindri Bergmann Þórarinsson og Sigyn Blöndal
Tónlist: Arthur Wakes - Joby Talbot (The Hitchhiker´s: Guide to the Galaxy)
Sérstakar þakkir:
Bylgja Sjöfn Ríkharðsdóttir
Strikamerki.is

Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir taka upp sína eigin útgáfu af laginu Zitti E Buoni, ítalska laginu sem sigraði Eurovision árið 2021. Þau fara næst með upptökuna í hljóðver, þar sem þau hljóðblanda eða mixa lagið, líkt og er gert með önnur lög sem gefin eru út. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson. Aðstoð í hljóðveri: Jón Þór Helgason.

Ólöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Björg Bókavera er í sögubílnum og segir frá bókinni Tindátinn staðfasti.
Leikarar: Ólöf Sverrisdóttir sem Björg Bókavera.
Handrit: Ólöf Sverrisdóttir.
Krakkar: Anna Alexandra Petersen, Álfdís Freyja Hansdóttir, Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, Hildur Anna Geirsdóttir, Filippía Þóra Jónsdóttir, Alex Leó Kristinsson, Helga Xochitl Ingólfsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir og Hildur Heiðmundsdóttir.

Fimm góð ráð til að verða betri í einhverju t.d. húlla, skrifa sögu, dansa, fótbolta, slaka á og skapa tónlist.
Við getum þetta öll! Einn, tveir og byrja að æfa sig.
Markús Már Efraím er kennari í skapandi skrifum. Hann kennir okkur 5 TRIX til að skrifa sögu og nú er bara að ná í blað og blýant og byrja að skrifa. Þetta er nefnilega ekkert svo mikið mál.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Bandarísk fjölskyldumynd frá 1998. Madeline er munaðarlaus og býr í heimavistarskóla í París. Þegar til stendur að loka skólanum og selja húsið grípur hún til sinna ráða. Leikstjóri: Daisy von Scherler Mayer. Aðalhlutverk: Hatty Jones, Frances McDormand og Nigel Hawthorne.

Rómantísk kvikmynd frá 2016 um læknanemann Gabby sem flytur í nýjan bæ og kynnist nágranna sínum, dýralækninum Travis. Þau falla fyrir hvort öðru þrátt fyrir að Gabby eigi kærasta. Þegar hann mætir á svæðið til að biðja hennar flækjast málin. Leikstjóri: Ross Katz. Aðalhlutverk: Benjamin Walker, Teresa Palmer og Alexandra Daddario.

Kólumbísk kvikmynd frá 2018 um maríjúana-iðnaðinn í Kólumbíu á áttunda áratugnum og áhrif hans á líf frumbyggjafjölskyldu í Guajira-eyðimörkinni. Leikstjórn: Cristina Gallego og Ciro Guerra. Aðalhlutverk: José Acosta, Carmiña Martínez og Natalia Reyes. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.