Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Áætlað er að að minnsta kosti 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenskra tungu. Meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar til innflytjenda til að læra íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss.
Tuttugasta og áttunda loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP 28, hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Auk hinnar opinberu íslensku samninganefndar mæta tugir Íslendinga til viðbótar á ráðstefnuna. Þeirra á meðal eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála og loftslagslausna og ungra umhverfissinna. Kastljós ræddi við Nótt Thorberg hjá Grænvangi, sem fer fyrir íslensku viðskiptasendinefndinni, og Finn Ricart Andrason, formann Ungra umhverfissinna. Í framhaldinu kom Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins og ræddi hvað íslenskt atvinnulíf hefur fram að færa í málaflokknum.
Gettu betur hóf göngu sína 1986 en Hljóðneminn, sem keppt er um, kom til sögunnar árið eftir. Frá 1991 hefur þátturinn verið með því sniði sem hann er nú.
Spyrill er Edda Hermannsdóttir, spurningahöfundur og dómari er Örn Úlfar Sævarsson, stigavörður er Marteinn Sindri Jónsson, Helgi Jóhannesson stjórnar útsendingu og umsjónarmaður er Andrés Indriðason.
Sælkerarnir og bræðurnir Adam og James Price töfra fram kræsingar á hátíðarborð fyrir leikara hinna ástsælu dönsku þátta Matador.
Farið er yfir merkilega sögu náttúrulífsmyndateymis breska ríkissjónvarpsins sem starfað hefur í sextíu ár.
Vinirnir Tomias og Dahlia takast á við drauma og áskoranir bernskunnar í litlum bæ í Norður-Ástralíu.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Fíasól frumsýnd næstu helgi 2. Krakkaskýring: Fullveldisdagurinn
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
Umfjallanir um leiki á HM kvenna í handbolta.
Upphitun á leik Íslands og Slóveníu á HM kvenna í handbolta.
Beinar útsendingar frá HM kvenna í handbolta.
Bein útsending frá leik Slóveníu og Íslands á HM kvenna í handbolta.
Umfjallanir um leiki á HM kvenna í handbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Slóveníu á HM kvenna í handbolta.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Formenn Leigendasamtakanna og VR gagnrýna skammtímaleigu á húsnæði og segja það hafa eyðileggjandi áhrif á húsnæðismarkaðinn. Í vikunni var sagt frá fjölbýlishúsi í Bríetartúni þar sem 2/3 íbúðanna eru í eigu félags sem leigir þær ferðamönnum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir forsendubrest hafa orðið árið 2018 þegar kvöðum um gististarfsemi í atvinnurekstri var aflétt í reglugerð. Hún ræddi stöðuna ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ástar- og spennusögur sem komið hafa út undir merkjum Rauðu seríunnar hafa nú sungið sitt síðasta, því hjónin sem hafa gefið bækurnar út hartnær 40 ár eru komin á aldur og ætla að segja þetta gott. Kastljós hitti hjónin þar sem þau voru að dreifa bókum í hillur verslana í síðasta sinn.
Menningarfréttir voru á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum. Meðal annars var fjallað um nýja bók um verk Eggerts Péturssonar.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hann er þjóðþekktur leikari og þýðandi og segist vera ljónheppinn. Karl Ágúst Úlfsson er gestur Okkar á milli.
Heimildarþættir frá 2022. Leikarinn Martin Clunes heldur á vit ævintýranna í leit að hinu eina sanna Kyrrahafi. Ferðalagið, sem er innblásið af Kontiki-leiðangrinum, hefst í Frönsku-Pólýnesíu og endar á Galapagoseyjum.
Dramaþættir frá Bretlandi sem fjalla um hvernig ástin getur bankað upp á þegar fólk á síst von. Þrjár manneskjur sem eiga erfitt með að ná sér eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika vonast til að sjá ljósið við enda ganganna. Aðalhlutverk: Harry Lawtey, Sophia Brown og Andi Osho.
Leikin þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Aðalhlutverk: Jason Beghe, Jon Seda og Jesse Lee Soffer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Norsk leikin þáttaröð um Ester, lífsglaða þriggja barna móður sem býður vinum og ættingjum í heljarmikla veislu í tilefni af fertugsafmæli sínu. Veislan tekur óvænta stefnu þegar gestirnir komast óvart á snoðir um leyndarmál sem snýr að gestgjafanum. Aðalhlutverk: Nina Ellen Ødegaard, Thorbjørn Harr, Sara Khorami, Per Kjerstad, Hermann Sabado og Hanne Skille Reitan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Fíasól frumsýnd næstu helgi 2. Krakkaskýring: Fullveldisdagurinn
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Beinar útsendingar frá HM kvenna í handbolta.
Bein útsending frá leik Frakklands og Angóla á HM kvenna í handbolta.