Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Áætlað er að að minnsta kosti 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenskra tungu. Meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar til innflytjenda til að læra íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss.
Tuttugasta og áttunda loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP 28, hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Auk hinnar opinberu íslensku samninganefndar mæta tugir Íslendinga til viðbótar á ráðstefnuna. Þeirra á meðal eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála og loftslagslausna og ungra umhverfissinna. Kastljós ræddi við Nótt Thorberg hjá Grænvangi, sem fer fyrir íslensku viðskiptasendinefndinni, og Finn Ricart Andrason, formann Ungra umhverfissinna. Í framhaldinu kom Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins og ræddi hvað íslenskt atvinnulíf hefur fram að færa í málaflokknum.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
Dagskrárliður er textaður.