13:35
Kastljós
Efling íslenskunnar, loftslagsmál og atvinnulífið
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Áætlað er að að minnsta kosti 1,4 millj­örðum verði varið í áætl­un stjórn­valda til að efla ís­lenskr­a tungu. Meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar til innflytjenda til að læra íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss.

Tuttugasta og áttunda loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP 28, hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Auk hinnar opinberu íslensku samninganefndar mæta tugir Íslendinga til viðbótar á ráðstefnuna. Þeirra á meðal eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála og loftslagslausna og ungra umhverfissinna. Kastljós ræddi við Nótt Thorberg hjá Grænvangi, sem fer fyrir íslensku viðskiptasendinefndinni, og Finn Ricart Andrason, formann Ungra umhverfissinna. Í framhaldinu kom Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins og ræddi hvað íslenskt atvinnulíf hefur fram að færa í málaflokknum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,