20:15
Uppskrift að jólum (3 af 3)
3. þáttur: (Jóla)fiskisúpa, einfaldur eftirréttur, vegan-steik, Mugison ogvfleira
Jóhanna Vigdís og Siggi Gunnars færa áhorfendum uppskrift að jólum. Í þáttunum setja þau saman jólaveislu, velta fyrir sér jólalögum, hefðum og ýmsu fleiru. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
www.ruv.is/uppskriftadjolum
Í þriðja þætti kenndi Jóhanna Vigdís áhorfendum að gera (jóla)fiskisúpu, eitthvað aðeins léttara til að borða um hátíðarnar. Rósa Líf sagði frá djúsí vegan-steik. Dísa Óskars talaði um sniðugar jólagjafir og frábæra leið til að pakka inn gjöfum. Úlfar Finnbjörns bjó til kjúklingalifrar-mousse og svo var það Mugison sem sá um tónlistina.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
