Jólatónar
Þáttur frá 2007 þar sem flutt eru jólalög sem hafa verið leikin og sungin í Sjónvarpinu á ýmsum tímum allt frá 1980. Eva María Jónsdóttir er kynnir en flytjendur eru Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Óskar Pétursson, Pálmi Gunnarsson, Ragnar Bjarnason, Sigurður Helgi Pálmason, Sigrún Hjálmtýsdóttir, tríó skipað flautuleikurunum Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardau ásamt Peter Maté, píanóleikara, Karlakór Reykjavíkur, Kór Akureyrarkirkju, Skólakór Garðabæjar, Skólakór Kársness og Sunnukórinn á Ísafirði. Dagskrárgerð annaðist Andrés Indriðason.