Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Borgarstjórn ætlar að láta gera stjórnsýsluúttekt á byggingu vöruhússins í Breiðholti sem valdið hefur nágrönnum þess í Árskógum ama. Þá fæst mögulega svar við spurningu sem margir hafa spurt sig að síðastliðnar vikur: Hvernig gat þetta gerst? Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, ræddu málið í Kastljósi.
Landsmenn eru límdir yfir sjónvarpsþáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur. Mikil vinna fór í að endurskapa tíðaranda þáttanna útfrá sviðsmynd, búningum og hárgreiðslu. Við hittum fólkið á bakvið tjöldin.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Fyrir hönd Garðabæjar keppa Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdarstjóri samtaka fjárfesta, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Fyrir hönd Mosfellsbæjar keppa Sigrún Hjálmtýsdóttir söngbóndi, Sigurður Geir Tómasson útvarpsmaður og Bjarki Bjarnason kennari og rithöfundur.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Viðtalsþættir við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir frá bernsku sinni og námsárum ásamt því að lýsa skoðunum sínum á náttúruvernd, jafnréttismálum og mikilvægi tungumála í heiminum. Viðtölin voru tekin upp sumarið 2012. Dagskrárgerð: Viðar Víkingsson. Framleiðsla: 1904 ehf.
Haukur Ingvarsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, ræðir við Vigdísi um landvernd og umhverfismál.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? sökk við Íslandsstrendur 16. september 1936. Það sem eftir er af flakinu liggur enn í sjónum, en ýmsir hlutir úr skipinu hafa fundist hér og þar í gegnum tíðina. Sigurður og Viktoría fengu ábendingu um stýri sem er í einkaeigu. Getur verið að þau hafi fundið stýrið úr skipinu?
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Elín Hall, María Reyndal og Jóhann Páll Jóhannsson.
Berglind Festival kynnir sér inflúensuna.
Tónlistarkonan Hildur lokar þættinum með laginu Dúnmjúk.
Heimildarþættir sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Sakamálaþættir byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel, Carlyss Peer og Jeremy Irvine. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Hjartnæmt franskt drama frá 2019 eftir handritshöfunda Intouchables. Myndin fjallar um Bruno sem starfar með einhverfum ungmennum. Aðalhlutverk: Vincent Cassel, Reda Kateb og Hélène Vincent. Leikstjórar: Éric Toledano og Olivier Nakache. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.