Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Baldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
Rýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hér dansa Arnaldur og Gabríel við lag Daða Freys Hvað með það?
Getur þú dansað með?
Endilega dragðu sem flesta úr fjölskyldunni með þér á dansgólfið - það er svo gaman.
Danshöfundur:
Sandra Ómarsdóttir
Talsett teiknimynd úr smiðju Disney frá 1955. Tíkin Freyja er hreinræktuð hefðarfrú sem lifir í vellystingum hjá eigendum sínum í fínu hverfi. En þegar eigendur hennar eignast barn breytist allt og Freyja hrökklast að heiman. Hún kynnist götuhundinum Spora og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum.
Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
Heimildarmynd um vísindin sem liggja að baki þáttunum Saga Svíþjóðar. Rætt er við vísindamenn og sérfræðinga sem útskýra hvernig hægt er að komast að því hvernig lifnaðarhættir og útlit fólks var fyrir hundruðum, og jafnvel þúsundum, ára.
Ný íslensk þáttaröð þar sem Jóhann Kristófer Stefánsson kynnir sér fjölbreytta flóru íslenskra sviðslista. Leikstjóri: Gagga Jónsdóttir. Framleiðsla: 101 Productions.
Jóhann Kristófer hittir leikstjórana Unu Þorleifsdóttur og Kolfinnu Nikulásdóttur og leikkonuna Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hann fræðist um starf leikstjórans og hvernig sýning verður til og Kristín Þóra deilir því hvernig leið hennar lá upp á svið.
Upptaka frá tónleikum Eivarar Pálsdóttur í Norræna húsinu í Færeyjum í september 2020, í tilefni af útgáfu plötunnar Segl.
Dægurmálaþættir frá 1990. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. Stjórnandi: Eggert Gunnarsson.
Hugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá Norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni, Hönnu lækni, og eignast fleiri góða vini.
Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni Hönnu lækni og kynnist fleiri góðum vinum. Þetta er fyrsti þátturinn um Hring ísbjörn þar sem við sjáum hann koma að landi á ísjakanum sínum og rölta upp að Barnaspítala Hringsins við mikla undrun þeirra sem verða á vegi hans. Hann hittir svo gamla vinkonu sína, Hönnu lækni og það verða fagnaðarfundir. Handrit Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Hringur : Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Hanna :Sara Dögg Ásgeirsdóttir Skokkarar: Björgvin Franz Gíslason og Sara Dögg Ásgeirsdóttir Börn í bílaleik: Hilma Jakobsdóttir, Yrsa Björt Eggertsdóttir og Bjarki Þór Vignisson
Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Í þessum þáttum kynnumst við afkvæmum dýra frá mismunandi stöðum um allan heim. Við fræðumst um hvernig þau þroskast, hvernig þau sækja sér æti og svo margt margt fleira.
Við höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. Í þættinum ferðast Egill til Patreksfjarðar og tengir staðinn við ljóðabók Jóns úr Vör; Þorpið.
Kristján Franklín Magnús flytur ljóðið Ég er svona stór og sjást myndir úr bókinni Þorpið.
Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Veðurfréttir.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís tekur við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á sama tíma tekst hún á við stærsta hlutverk lífs síns.
Heimildarmynd um rithöfundinn Einar Má Guðmundsson. Arthúr Björgvin Bollason tekur Einar Má tali og vinir hans og samferðafólk segja frá kynnum sínum af honum. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.
Tólfta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Þýsk kvikmynd í tveimur hlutum um blaðakonuna Alice Schwarzer og baráttu hennar fyrir réttindum kvenna, sem hófst í París á sjöunda áratug síðustu aldar og hefur staðið allt til dagsins í dag. Leikstjóri: Nicole Weegmann. Aðalhlutverk: Nina Gummich, Thomas Guené, Isabel Thierauch, Vidina Popov og Lou Strenger. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.