Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa jólalegan eftirrétt: Marengs og ís.
Hér er uppskriftin:
Marengstoppar
5 eggjahvítur
300 gr sykur
1/2 L rjómi
Ber að eigin vali
Leiðbeiningar:
Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær fara að freyða vel.
Setjið smám saman sykurinn út í og þeytið á fullum hraða þangað til blandan er orðin alveg stíf.
Þið eigið að geta snúið skálinni við og ekkert dettur úr henni.
Setjið deigið í sprautupoka og sprauta litla toppa á bökunnarpappír.
Bakið við 100 gráður í 30 mín eða þangað til topparnir losna frá pappírnum.
Þeytið rjóma og setjið í sprautupoka. Sprautið smá ofan á hvern marengs og setjið svo ber að eigin vali ofan á.
Ís
5 Eggjarauður
1 1/4 dl púðursykur
1/2 L þeyttur rjómi
1tsk vanilludropar
100 gr Toblerone eða annað sem krakkarnir vilja
Þeyttu eggjarauður og púðusykur vel saman.
Blandaðu þeytta rjómanum varlega saman við og vanilludropunum.
Saxaðu sælgætið smátt og blandaðu varlega saman við.
Settu í form og settu í frysti. ATH. þarf að geyma í frysti yfir nótt.
Umsjón:
Ylfa Blöndal
Hilmar Máni Magnússon