15:45
Kiljan
20. nóvember 2024
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir okkur frá nýju stórvirki sínu sem nefnist Börn í Reykjavík. Í bókinni segir frá lífi barna í borginni allt frá því á 19. öld og fram til okkar daga og hún er ríkulega myndskreytt. Jón Kalman Stefánsson ræðir um nýja bók sína, sögulega skáldsögu frá upphafi 17. aldar, sem nefnist Himintungl yfir heimsins ystu brún. Þórarinn Eldjárn er til viðtals um Dótarímur sínar auk þess sem hópur barna kveður rímur úr bókinni. Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá hinum vinsæla bókaflokki sínum um Fíusól en nýjasta bókin í honum nefnist Fíasól í logandi vandræðum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sporðdreka eftir Dag Hjartarson, Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur og Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,