Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin.
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir okkur frá nýju stórvirki sínu sem nefnist Börn í Reykjavík. Í bókinni segir frá lífi barna í borginni allt frá því á 19. öld og fram til okkar daga og hún er ríkulega myndskreytt. Jón Kalman Stefánsson ræðir um nýja bók sína, sögulega skáldsögu frá upphafi 17. aldar, sem nefnist Himintungl yfir heimsins ystu brún. Þórarinn Eldjárn er til viðtals um Dótarímur sínar auk þess sem hópur barna kveður rímur úr bókinni. Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá hinum vinsæla bókaflokki sínum um Fíusól en nýjasta bókin í honum nefnist Fíasól í logandi vandræðum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sporðdreka eftir Dag Hjartarson, Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur og Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Þáttaröð í fjórum hlutum þar sem Eva María Jónsdóttir ferðast um landið og segir sögur af fólki og atburðum úr fortíðinni. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Í fyrsta þætti segir Eva María frá Svarfdæla sögu og heimsækir sögustaði.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný grænan morgundjús, bolognese með lambahakki, súkkulaði mjólkurhristing og möndlumjólkurhristing með mangó og bláberjum. Að snæðingi situr fjölskylda Ebbu, þau Hafþór Hafliðason, Hanna Hulda Hafþórsdóttir og Hafliði Hafþórsson auk Ebbu Guðnýjar.
Þáttur þar sem tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir fjalla um ævintýralega ferð sína til Kambódíu.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Ólafía og Hekla eru uppátækjasamar og forvitnar vinkonur sem stelast til að framkvæma hinar ótrúlegustu vísindalegu tilraunir í skólanum sínum, með misgóðum árangri. Leikarar: Auður Óttarsdóttir og Guðbjörg Marý Eyjólfsdóttir.
Ólafía og Hekla laumast enn og aftur í tilraunastofuna. Þar fræðast þær um hvernig hljóð ferðast í vatni.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í þættinum segir Bragi Ólafsson frá bók sinni Innanríkið - Alexíus. Þetta eru æviminningar en þó fullar af undirfurðulegum útúrdúrum að hætti Braga. Við heimsækjum Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu í Mosfellsdal. Hún er þekktari undir nafninu Duna enda er það nafnið á sögu hennar sem Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir hafa skráð. Guðmundur Andri Thorsson spjallar um nýja skáldsögu sína sem nefnist Synir himnasmiðs og Sunna Dís Másdóttir kemur í þáttinn með bók sína Kul. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Mikilvægt rusl eftir Halldór Armand, Tjörnina eftir Rán Flygenring og Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur.
Upptökur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.
María Konráðsdóttir syngur litríkar og leikandi aríur úr óperum Händels. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir Jean-Philippe Ramau, Hildegard von Bingen, Antonoi Vivaldi og Arcangelo Corelli. Það er breski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Peter Hanson sem leiðir hljómsveitina á þessum tónleikum.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Þýsk spennuþáttaröð frá 2021. Líf lögreglunemans, Juliu, umturnast þegar hún verður ástfangin af hinum dularfulla Nick. Nick er ekki allur þar sem hann er séður og fyrr en varir er Julia flækt inn í atburðarás sem leiðir hana á vafasamar slóðir. Aðalhlutverk: Emma Bading, Jannik Schümann og Jeanette Hain. Leikstjórn: Isabel Prahl. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Finnsk heimildarþáttaröð frá 2022, þar sem fjallað er um lítt þekkta atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Leikstjórar: Anna-Reeta Eksymä og Teemu Hostikka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.