Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í þættinum segir Bragi Ólafsson frá bók sinni Innanríkið - Alexíus. Þetta eru æviminningar en þó fullar af undirfurðulegum útúrdúrum að hætti Braga. Við heimsækjum Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu í Mosfellsdal. Hún er þekktari undir nafninu Duna enda er það nafnið á sögu hennar sem Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir hafa skráð. Guðmundur Andri Thorsson spjallar um nýja skáldsögu sína sem nefnist Synir himnasmiðs og Sunna Dís Másdóttir kemur í þáttinn með bók sína Kul. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Mikilvægt rusl eftir Halldór Armand, Tjörnina eftir Rán Flygenring og Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur.