20:35
Kiljan
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Guðrún Eva Mínervudóttir er meðal gesta í Kilju vikunnar. Hún segir frá bók sinni Í skugga trjánna en þar er meðal annars fjallað um tvö hjónabönd og tvo skilnaði - má flokka bókina sem skáldævisögu. Tómas Ævar Ólafsson ræðir fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Breiðþotur og hefur þegar vakið nokkra athygli. Þetta er saga um heim á hverfanda hveli í kjölfar mikils gagnaleka. Gengið til friðar er bók sem segir frá baráttunni gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi - frá sjónarhóli herstöðvaandstæðinga. Þetta er fróðleg bók með með ríkulegu myndefni úr sögu þessarar baráttu. Árni Hjartarson, ritstjóri bókarinnar, kemur í þáttinn. Magnús Lyngdal Magnússon segir frá bókinni Klassískri tónlist og gefur okkur smá innsýn í stórt hljóðritasafn sitt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðalok eftir Arnald Indriðason, Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál Sigurðarson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,