20:05
Kiljan
Kiljan 2. okt. 2024
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Fyrsta Kilja haustvertíðarinnar er á dagskrá RÚV miðvikudagskvöldið 2. okt. kl. 20.05. Í þættinum verður rætt við rithöfundinn Salman Rushdie, handhafa bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Finnski höfundurinn Satu Rämö er búsett á Ísafirði, hún talar reiprennandi íslensku, og hefur slegið í gegn með spennusögunni Hildi - Satu er gestur í þættinum. Gerður Kristný segir frá nýrri ljóðabók sinni sem nefnist Jarðljós og flytur kvæði úr bókinni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræðir við okkur um bók sína Með harðfisk og hangikjöt að heiman, en þar segir frá þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum í London 1948. Frá hinu nýfrjálsa ríki fór fríður flokkur en það var skortur á ýmsu enda stutt liðið frá styrjöldinni miklu. Og fræknasti íþróttamaðurinn var á valdi Bakkusar. Rýnar þáttarins fjalla um þjár bækur: Voðaverk í Vesturbænum eftir Jónínu Leósdóttur, Þessa djöfulsins karla eftir Andrev Walden og Hníf eftir Salman Rushdie.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,