13:35
Kastljós
Flugvöllur í Hvassahrauni, kvikmyndar villta laxinn, Litla hryllingsbúðin
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Hvassahraun er mögulega enn álitlegur kostur fyrir innanlandsflugvöll, þrátt fyrir eldsumbrot á Reykjanesskaga. Þetta er niðurstaða starfshóps sem skipaður var fyrir fjórum árum til að gera úttekt á Hvassahrauni með tilliti til veðurfars, áhrifa á þjónustu og náttúruvár. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, var gestur Kastljóss.

Rick Rosenthal er líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur sérhæft sig í náttúrulífsmyndum. Nýlega kom út mynd um hvali sem hann gerði í samvinnu við David Attenborough. Rosenthal vinnur nú að heimildarmynd um atlantshafslaxinn. Við hittum hann á bökkum Elliðaáa, sem hann segir einstakar á heimsvísu.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina innan tíðar. Við litum á æfingu fyrir norðan.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
,