20:05
Vegur að heiman
Höfum við alltaf val?
Vegur að heiman

Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.

Bjarni Rúnarsson stendur á tímamótum og er að máta sig við kúabú fjölskyldu sinnar. Við hittum hann þegar hann er ekki alveg tilbúinn að taka af sér hatt fjölmiðlamannsins og svo aftur ári síðar. Við kynnumst líka fjölskyldu í Breiðholti sem flutti til höfuðborgarinnar til að tryggja að allir í fjölskyldunni fengju menntun og félagslegar þarfir sínar uppfylltar. Við hittum Pedro Rodrigues sem fylgist með ferðum farfugla á Melrakkasléttu og flutti sjálfur frá Azor-eyjum til Raufarhafnar. Og við siglum með Stíg Stígssyni heim í Hornvík.

Er aðgengilegt til 09. desember 2025.
Lengd: 38 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,