15:45
Útúrdúr
Vetrarferðin
Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Vetrarferðin (Winterreise), sönglagaflokkur Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers býr yfir alveg sérstökum göldrum. Fáir þekkja þá betur en Kristinn Sigmundsson, sem hefur sungið verkið í yfir þrjátíu ár. Í þessum þætti segja Kristinn og Víkingur frá þessu mikla listaverki og flytja nokkur lög úr því.

Er aðgengilegt til 26. janúar 2025.
Lengd: 51 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,