Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Róbert lagði stund á fjölmiðlafræðinám á Norður-Írlandi þaðan sem hann er að hálfu ættaður. Áður en hann hóf að gera bíómyndir hafði hann ár eftir ár verið verðlaunaður á Stuttmyndahátíð Reykjavíkur, meðal annars fyrir myndina Ísland er draumurinn. Sú mynd varð síðan nokkurs konar tilhlaup að fyrstu bíómynd Róberts, Íslenska draumnum, sem frumsýnd var árið 2000 og varð afar vinsæl. Önnur bíómynd Róberts er Maður eins og ég frá árinu 2002. 2004 sendi hann frá sér heimildamyndina Mjóddin slá í gegn sem vakti athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir skemmtileg efnistök. Nýjasta bíómynd Róberts er gamanmyndin Strákarnir okkar sem frumsýnd var í fyrrahaust.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Fljótsdalshéraðs og Skagafjarðar. Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs keppa Margrét Urður Snædal, Þorbjörn Rúnarsson tenor og áfangastjóri og Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþingá. Fyrir hönd Skagafjarðar keppa Óskar Pétursson söngvari, Ásdís Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og kennari við Hólaskóla og Ólafur I. Sigurgeirsson kennari á Hólum í Hjaltadal.
Heimildarþáttaröð frá 1990 sem fjallar um hernám Breta á Íslandi og varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjónarmaður er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir.
Í fyrsta þætti er fjallað um upphaf stríðsins, hernám Breta hér á landi og þær breytingar sem styrjöldin hafði í för með sér.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hann er eins og kötturinn, fer sínar eigin leiðir og leitar uppi ævintýri. Þegar banna átti lausagöngu katta á Akureyri leyst honum illa á. Snorri Ásmundsson er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fyrstu Krakkafréttirnar árið 2025. Krakkafréttir dagsins: 1. Þrettándinn 2. Fyrsta barn ársins.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fyrstu Krakkafréttirnar árið 2025. Krakkafréttir dagsins: 1. Þrettándinn 2. Fyrsta barn ársins.