Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bjarni Benediktsson tilkynnti eftir hádegi í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins og að hann ætli ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum eftir 22 ára þingsetu. Farið er yfir feril Bjarna í Kastljósi kvöldsins og stöðu Sjálfstæðisflokksins með Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Í lok þáttar kynnum við okkur heimafæðingar og fylgjum eftir ungum hjónum sem áttu sitt fyrsta barn heima á milli jóla og nýárs.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Akraness og Kópavogs. Fyrir Akranes keppa keppa Bjarni Ármannsson fyrrum bankastjóri Glitnis og ræðismaður Lúxemborgar, Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og Máni Atlason lögfræðinemi. Fyrir hönd Kópavogsbæjar keppa þeir Víðir Smári Petersen laganemi, Örn Árnason leikari og Hafsteinn Viðar Hafsteinsson laganemi.
Viðtalsþættir við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir frá bernsku sinni og námsárum ásamt því að lýsa skoðunum sínum á náttúruvernd, jafnréttismálum og mikilvægi tungumála í heiminum. Viðtölin voru tekin upp sumarið 2012. Dagskrárgerð: Viðar Víkingsson. Framleiðsla: 1904 ehf.
Marinella Arnórsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, og Halla Oddný Magnúsdóttir, viðburða- og skipulagsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, ræða við Vigdísi um uppvaxtarár hennar og námsár í Frakklandi.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við ræðum við tónlistarfólk sem vill alltaf meira. Rokktónlist þar sem allar nóturnar eru spilaðar, hlaðnar útsetningar, risakórar og miklar sviðsetningar. Loks flytja Bríet og Sinfóníuhljómsveit Íslands nýtt tónverk þar sem meira verður enn meira.
Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Andri hefur ferðalag sitt um Andraland á heimsókn í Hringrás, þar sem brotajárn og rusl verður að gulli. Hann fylgist einnig með hraustasta pari á Íslandi, þeim Hlyni og Kristínu, keppa í Fitness-móti sem haldið var í Háskólabíói um páskana. Í litlum bílskúr í Þingholtunum finnur Andri svo fjársjóð í formi kúluspila.
Friðþjófur býr ásamt Manninum með gula hattinn í íbúð í borginni, en stundum fara þeir í sveitina og búa þar á litlum sveitabæ.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Tíu ára stelpa stal senunni í nýárssundi 2. Áramót Þróttar.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum skömmu fyrir jól og samkvæmt stjórnarsáttmála er fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að ná stöðuleika í efnahagslífinu og lækkun vaxta. Við ætlum að skoða horfur í efnahagsmálum bæði útfrá stjórnarsáttmálanum og almennt á nýju ári. Gestir Kastljós eru Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka. Svo kynnumst við hlaupagikkjum hjá fatamerkinu Vecct, sem er nýstofnað - og ný verðlaunað fyrir fyrstu línu sína af hlaupafatnaði sem hönnuðirnir lofa að standist íslenskar aðstæður.
Heimildarmynd um vísindin sem liggja að baki þáttunum Saga Svíþjóðar. Rætt er við vísindamenn og sérfræðinga sem útskýra hvernig hægt er að komast að því hvernig lifnaðarhættir og útlit fólks var fyrir hundruðum, og jafnvel þúsundum, ára.
Finnskir þættir þar sem viðmælendur, sem allir eru um og yfir 100 ára, ræða um lífið og dauðann, ástina, gleðina, sorgina og tilganginn með lífinu.
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Tíu ára stelpa stal senunni í nýárssundi 2. Áramót Þróttar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.