16:30
Ímynd
Fögur er hlíðin
Ímynd

Heimildarþáttaröð í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir. Stjórn upptöku og framleiðsla: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Landslagsljósmyndun á sér langa hefð hér á landi enda af nægu að taka. Í frekar karllægum afkima ljósmyndunar hittum við helstu landslagsljósmyndara Íslands og skoðum hvaða hlutverki landslagsljósmyndun hefur gegnt í ímyndarsköpun íslensku þjóðarinnar síðan hún hófst og hver sérstaða hennar er með hliðsjón af fagurfræði, pólitík og markaðssetningu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,