15:05
Persónur og leikendur
Bryndís Pétursdóttir
Persónur og leikendur

Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.

Bryndís Pétursdóttir var uppgötvuð, þar sem hún starfaði á unglingsaldri sem sætavísa í Tjarnarbíói. Hún fékk tækifæri til að leika í nokkrum af kvikmyndum Lofts Guðmundssonar á 5. áratugnum og vakti töluverða athygli. Bryndís veiktist af þessum völdum af leiklistarbakteríunni og hefur ekki almennilega læknast síðan. Hún segir frá hvernig stelputrippi rekur sig á í hörðum heimi leiklistarinnar og ræðir um vel nýtt og ónýtt tækifæri í þessu listformi. Bryndís lék í Þjóðleikhúsinu um áratugaskeið og hafði sig lítið í frammi. Hennar „endurkoma“ var í hinni umdeildu sjónvarpsmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Vandarhöggi, en þar lék hún með skegg og gerði stormandi lukku. Í þættinum um Bryndísi má sjá brot úr fyrstu talmyndum sem gerðar voru á Íslandi, en í þeim lék Bryndís aðal-kvenhlutverkin.

Er aðgengilegt til 03. janúar 2025.
Lengd: 35 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,