Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er gestur Norðurlandaráðsþings sem fer fram hér á landi og hófst í dag. Zelensky kom til Þingvalla rétt fyrir klukkan fjögur, þar sem hann fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Þegar kvölda tók kom Zelensky fram á blaðamannafundi með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á Norðurslóðum“ og varnarmál í brennidepli. Gestir Kastljós eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Friðrik Jónsson utanríkisráðherra Póllands og utanríkisráðherra Íslands gagnvart Úkraínu.
Í lok þáttar hittum við tónlistarmanninn Drenginn Fenginn þegar hann var að undirbúa sig fyrir tónleika á Akureyri á dögunum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Framboðsfrestur er að renna út og flestir stjórnmálaflokkar eru búnir að velja frambjóðendur á lista. Sumir þeirra eru þó umdeildari en aðrir.
Gestir í Silfrinu eru Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar,
Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra og frambjóðandi Miðflokksins, Lenya Rún Taha Karim lögfræðingur og frambjóðandi Pírata, og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og frambjóðandi Flokks fólksins.
Í lok þáttarins kemur Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og ræðir stöðuna nú þegar kosningabaráttan er að hefjast fyrir alvöru.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með Silfrinu.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Þættir frá 2013 þar sem fylgst er með rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands á vettvangi þar sem aðstæður eru býsna fjölbreyttar. Dagskrárgerð og stjórn upptöku er í höndum Jóns Arnar Guðbjartssonar.
Í þessum þætti útskýra vísindamenn við Háskóla Íslands hvers vegna erfitt er að stunda þorskeldi. Er hægt að útrýma sprautunálum? Finnast ný lyf við Alzheimer og krabbameini í íslenskri náttúru?
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Rúmlega hundrað skátabörn, ásamt sjálfboðaliðum, sveitarforingjum og fararstjórum fóru til Suður-Kóreu sumarið 2023. Aðstæður á mótinu voru afar erfiðar og í raun hættulegar. Mörg þurftu að leita á sjúkrahús og fá næringju í æð. Þegar heim var komið reis ágreiningur um fjármál og hvernig fara má með fé sem börnin söfnuðu.
Á að leyfa dánaraðstoð á Íslandi? Kveikur segir sögu Jóns Grímssonar, langveiks manns, sem fékk uppáskrifuð lyf í Bandaríkjunum til að deyja. Dánaraðstoð er stórt siðferðislegt álitamál sem varðar meðal annars rétt fólks til að hafa stjórn á eigin lífi, en einnig hvort hún samræmist skyldum og hlutverki lækna.
Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Deilur milli glæpagengja valda glundroða á götum Belfast og nýliðum innan lögreglunnar er ýtt út á ystu nöf bæði í starfi og einkalífi. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Katherina Devlin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk, leikin þáttaröð í þremur hlutum sem gerist fyrir seinni heimsstyrjöld og segir frá frænkunum og bestu vinkonunum Lindu og Fanny sem eru helteknar af hugmyndum um ást og hjónaband. Þegar Fanny velur sér öruggt og fyrirsjáanlegt líf en Linda ákveður að fylgja hjartanu og stefna í óútreiknanlegri áttir reynir á vinskap þeirra. Aðalhlutverk: Lily James, Emily Beecham og Dominic West. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.