18:26
Matargat
Páskalegar möffins
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni geta ekki beðið eftir páskunum svo þau baka gómsætar og páskalegar möffins með gulum glassúr.
Svona er uppskriftin:
270 g sykur
150 g smjör (bráðið)
2 egg
240 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
50 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
Krem:
250g flórsykur
gulur matarlitur
vatn
Aðferð:
Hitið ofninn í 170gráður
Hrærðu saman sykur og smjör þar til
blandan verður létt og ljós
Bætið einu eggi út í í einu.
Blandið þurrefnunum saman við.
Síðan mjólkinni og vanilludropunum.
Setjið deigið í möffinsform og bakið
kökurnar í 14-16 mínútur
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 5 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
