18:50
Bækur og staðir 2017-2018
Dritvík
Bækur og staðir 2017-2018Bækur og staðir 2017-2018

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Í Dritvík á Snæfellsnesi á Kolbeinn Jöklaskáld að hafa setið á þúfu og kveðist á við Kölska, eða svo segir þjóðsagan. Kölski á að hafa getað botnað allar vísur Kolbeins, þar til Kolbeinn tók upp hníf, brá honum fyrir glyrnur skrattans svo eggin bar við tunglið og fór með þessar línur; Horfðu í þessa egg egg, undir þetta túngl túngl. Þá varð Kölska orða vant því hann fann ekkert til að ríma við túngl. Kolbeini tókst þó að botna eigin vísu en var ekki boðið í kveðskap til Kölska eftir það. Áður fyrr voru margar verstöðvar á Snæfellsnesi, en síðan fór sjávarfangið minnkandi á svæðinu. Egill rifjar upp lýsingar Jóns Trausta á veiðistöðvum á Snæfellsnesi, þar á meðal í Dritvík.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 4 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,