Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ísafjörður er í fyrrirrúmi í Kilju vikunnar. Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl er gestur í þættinum og ræðir við okkur um nýja ljóðabók sína sem nefnist einfaldlega Fimm ljóð. Í Bókum & stöðum litumst við um á skáldaslóðum á Ísafirði og þar kemur meðal annars við sögu Guðrún Tómasdóttir sem ritaði nútímalegan skáldskap undir nafninu Arnrún frá Felli. Hlynur Níels Grímsson er læknir og rithöfundur. Hann segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem heitir Súkkulaðileikur og tengist frægum atburðum í Landakotsskóla. Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir eru höfundar litríkrar barnabókar sem nefnist Stórkostlega sumarnámskeiðið. Tómas fæst annars við loftslagvísindi og Sólrún er fiðluleikari. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Tóna útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson, Strá fyrir straumi eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Skógarhögg eftir Thomas Bernhard.