19:40
Torgið
Agi í skólum
Torgið

Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Umfjöllunarefnið á Torgi kvöldsins er agi í skólum. Hvert er umfang vandans og hvernig má bæta úr stöðunni? Kennarar vilja virðinguna og valdið til baka, en hvert fór það og hvernig fá þeir það aftur? Hvaða ábyrgð bera foreldrar í þessu öllu saman? Einnig var rætt um breytt viðhorf til uppeldis og ýmislegt fleira.

Viðmælendur verða:

Soffía Ámundadóttir, kennari og sérfræðingur í ofbeldi í skólum

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri í Hörðuvallaskóla í Kópavogi

Gunnar Jarl Jónsson, grunnskólakennari, knattspyrnudómari og þjálfari

Guðrún Inga Torfadóttir, lögmaður og stjórnandi hlaðvarpsins Virðing í uppeldi

Karl Óskar Þráinsson, foreldri með mikla reynslu af foreldrastarfi

Birna Gunnlaugsdóttir, kennari og trúnaðarmaður kennara í Breiðholtsskóla

Einnig rætt við:

Atli Magnússon, atferlisfræðingur í Arnarskóla

Óttar Haraldsson, formaður félags kennaranema

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst..
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,