

Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.

Íkorni og bjarnarhúnn eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri að vetri til.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill byggja flottara snjóvirki heldur en Kráka. Hann er mjög afbrýðissamur út í virkið hjá henni og hendir í hana snjóbolta, sem verður upphafið að miklu snjóboltastríði! Eddi verður þó að passa að börnin hans lendi ekki í miðju snjóboltastríðinu!

Skemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.

Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem farið verður yfir helstu skandala og atvik ársins. Þar fáum við að sjá vel valin innsend atriði frá krökkum í bland við önnur atriði.
Krakkaskaupið 2024 er skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem unga kynslóðin gerir upp árið. Leikstjóri: Árni Beinteinn

Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.

Bein útsending frá árlegum nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar, sem tileinkaðir eru Strauss-fjölskyldunni. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Riccardo Muti. Þulur er Arndís Björk Ásgeirsdóttir.

Íþróttafréttamenn RÚV fara yfir það sem bar hæst á íþróttaárinu.

Íslensk heimildarmynd um lífshlaup Jónasar Kristjánssonar, læknis og stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og Heilsuhælisins í Hveragerði. Jónas, sem fæddist árið 1870 og lést 1960, var brautryðjandi á ýmsum sviðum og ötull við að kynna náttúrulækningastefnuna en lækningaaðferðir hans þóttu sumar allnýstárlegar á sínum tíma. Leikstjórn: Guðjón Ragnarsson. Framleiðandi: Sagafilm í samvinnu við Náttúrulækningafélag Íslands.

Íslensk heimildarmynd frá 2020 um listmálarann Eggert Pétursson og verk hans. Í myndinni lýsir Eggert sköpunarferlinu og málverkum sínum sem eru nátengd íslenskri náttúru. Auk þess njóta áhorfendur leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson.
Upptaka af heiðurstónleikum Atla Heimis Sveinssonar á tónlistarhátíðinni ErkiTíð árið 2018 í tilefni áttræðisafmælis hans. Atli Heimir var eitt ástsælasta og afkastamesta tónskáld Íslandssögunnar og eftir hann liggur fjöldi verka af ýmsum gerðum.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdísi dreymir um sama frelsi og bróðir hennar hefur í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Hún og vinkonur hennar í Menntaskólanum í Reykjavík taka til sinna ráða.

Gamanmynd frá 2023 í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum. Aðalhlutverk: Lydia Leonard, Timothy Spalls og Ella Rumpf. Handritshöfundar: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson og Tobias Munthe.

Spennumynd frá 2022 eftir Robert Eggers og Sjón. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar og fjallar um víkingaprins sem ætlar að hefna föður síns sem var myrtur. Meðal leikenda eru Alexander Skarsgård, Nicole Kidman, Claes Bang og Björk. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Kristín Ómarsdóttir
Ljóðalestur: Kristín Ómarsdóttir, Halla Þórðardóttir og Þórarinn Eldjárn
Einnig: Hermann Stefánsson og Linda Vilhjálmsdóttir
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Hermann Stefánsson
Ljóðalestur: Hermann Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir,
Margrét Lóa Jónsdóttir og Guðrún Hannesdóttir
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Haukur Ingvarsson
Ljóðalestur: Sunneva Kristín Sigurðardóttir, Kristín Eiríksdóttir og Haukur Ingvarsson
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Kristín Svava Tómasdóttir og Kristín Ómarsdóttir
Ljóðalestur: Kristín Svava Tómasdóttir, Valdimar Tómasson, Draumey Aradóttir, Sölvi Halldórsson, Gerður Kristný, Sigurbjörg Þrastardóttir og Eileen Myles
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Ragnheiður Harpa
Ljóðalestur: Eileen Myles, Ragnheiður Harpa, Þórdís Gísladóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Þórdís Helgadóttir
Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá Í Iðnó.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Sérstakur gestur Árljóða þetta árið er bandaríska skáldið Eileen Myles. Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Umsjón: Ragnar Helgi Ólafsson
Ljóðalestur: Þórdís Helgadóttir, Magnús Sigurðarson,
Flor Santos Martins Pereira, Anna Rós Árnadóttir, Ásdís Óladóttir og Ragnar Helgi Ólafsson
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís is in high-school in post-war Iceland and longs for the same opportunities her younger
brother has. She and her friends decide to push the boundaries to make themselves heard.