Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að horfa á tunglið með börnunum sínum þegar eitt barnanna ákveður að heimsækja sjálft tunglið. Eddi gerir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að það takist.
Ástsælu Múmínálfar Tove Jansson snúa aftur og lenda í alls kyns skemmtilegum ævintýrum.
Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Selma Björnsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Regína Ósk Óskarsdóttir og Sigursveinn Þór Árnason.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Yrsa Sigurðardóttir, Bubbi Morthens og Hildur Vala Baldursdóttir.
Berglind Festival sýnir annan þáttinn úr þriggja þátta seríunni Atkvæðið er blint.
Hljómsveitin CYBER og Jónsi loka þættinum með laginu The Event.
Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir ákveður að flytja þvert yfir landið en getur ekki tekið kindurnar með sér. Við hittum Heiðu Guðnýju á Ljótarstöðum í Skaftártungu og svo ári síðar í Sveinungsvík rétt við Raufarhöfn. Við hittum einnig nemendur í framhaldsskólanum á Laugum sem flytja mörg hver tvisvar sinnum, landshorna á milli, áður en þau verða tvítug. Við kynnumst Lydíu Egilsdóttur og Inga Þór Þorsteinssyni sem fluttu frá Reykjavík til Hveragerðis og drógu óvænt tvær fjölskyldur með sér. Við hittum líka Gretu Lietuvninkaité og Justas Suscickis frá Litáen sem fluttu til Vestfjarða til að vera í nokkra mánuði en eru þar enn – sjö árum síðar.
Heimildarmynd frá 2011 eftir Brynju Þorgeirsdóttur og Egil Eðvarðsson. Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta tilfelli touretteheilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð. Hún er þjökuð af nánast stanslausum kækjum, meðal annars höfuðkippum, vindingum og óviðráðanlegri þörf fyrir að snúa sér í hringi á nokkurra skrefa fresti. Engin lyf hafa virkað og hennar síðasta von var að komast í aðgerð þar sem rafskaut yrðu grædd djúpt í heila hennar. Elva var fyrst íslenskra tourettesjúklinga til að fara í slíka aðgerð. Í myndinni sjáum við Elvu og fjölskyldu hennar takast á við allt ferlið með húmorinn og kærleikann að vopni.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Að margra dómi var Þórbergur einn frumlegasti og vinsælasti rithöfundur og hugsuður sem uppi var hér á landi á 20. öld. Skáldferilinn hóf hann árið 1915 með ljóðabókinni Hálfir skósólar undir dulnefninu Styrr Stofuglamm en nokkrum árum síðar kom út skáldævisagan Bréf til Láru undir hans eigin nafni. Meðal annarra þekktra bóka hans má nefna Íslenskan aðal, Ofvitann og Sálminn um blómið. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Guðrún Eva Mínervudóttir er meðal gesta í Kilju vikunnar. Hún segir frá bók sinni Í skugga trjánna en þar er meðal annars fjallað um tvö hjónabönd og tvo skilnaði - má flokka bókina sem skáldævisögu. Tómas Ævar Ólafsson ræðir fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Breiðþotur og hefur þegar vakið nokkra athygli. Þetta er saga um heim á hverfanda hveli í kjölfar mikils gagnaleka. Gengið til friðar er bók sem segir frá baráttunni gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi - frá sjónarhóli herstöðvaandstæðinga. Þetta er fróðleg bók með með ríkulegu myndefni úr sögu þessarar baráttu. Árni Hjartarson, ritstjóri bókarinnar, kemur í þáttinn. Magnús Lyngdal Magnússon segir frá bókinni Klassískri tónlist og gefur okkur smá innsýn í stórt hljóðritasafn sitt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðalok eftir Arnald Indriðason, Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál Sigurðarson.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
Heimildarmynd um sögu Ísaksskóla sem gerð var á 90 ára afmæli skólans árið 2016. Ísak Jónsson var frumkvöðull í menntamálum og átti stóran þátt í mótun kennsluhátta fyrir bæði kennara og nemendur. Í myndinni er rætt við marga sem komið hafa að uppbyggingu, þróun og framgöngu skólans og fjallað um sérstöðu hans innan íslensks menntakerfis. Dagskrárgerð: Hrefna Hallgrímsdóttir og Bragi Þór Hinriksson. Framleiðandi: Hreyfimyndasmiðjan.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir í bílskúrnum semja lag. Við fræðumst um hljóðfærið trommur og nokkra frægustu trommuleikara tónlistarsögunnar.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Sagan segir að í Dimmuborgum í Mývatnssveit búi óþekk systkini. Þau Aðalheiður Helga og Sigurður Búi kanna málið. Þátttakendur: Sigurður Búi Ólason og Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir.
Fjallað er um barna- og ungmennabækur úr öllum áttum. Bókaormar KrakkaRÚV ræða við höfunda um bækurnar.
Barnasýning Benedikt Búálfur hlaut Edduverðlaun fyrir vinsælasta sjónvarpsefnið. Emma ræðir við höfundinn Ólaf Gunnar Guðlaugsson um Benedikt á prenti og sviði. Umsjón: Emma Nardini Jónsdóttir.
Bjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Bjarmi lærir allt um saxófón. Fjórir fræknir saxófónleikarar setjast niður með honum og útskýra hvernig hljóðfærið virkar.
Samansafn atriða þar sem krakkar setja upp leikrit og sýna listir sínar.
Við sjáum brot úr sýningunni María, asninn og gjaldkerinn sem Sönglist, söng- og leiklistarskóli, setti upp í Borgarleikhúsinu fyrir jólin 2009.
Þau leika stutt brot fyrir okkur og syngja svo lagið "Áhyggjur af Maríu".
Höfundur: Erla Ruth Harðardóttir.
Söngstjóri: Ragnheiður Hall.
Danshöfundar: Elín Ágústa Birgisdóttir Auður Bergdís Snorradóttir
Leikarar: Alexía Rut Guðlaugsdóttir, Aníta Rós Þorsteinsdóttir, Davíð Örn Ingimarsson, EIsa Gróa Steinþórsdóttir, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir, Elísabet Skagfjörð, Guðbjörg Yuriko Ogino, Ívar Elí Schweitz Jakobsson, Júlía Ósk Jóhannsdóttir, Katrín Björk Gunnarsdóttir, Laufey María Jóhannsdóttir, Sara Linneth Castaneda, Snædís Arnarsdóttir og Svanhildur Sverrisdóttir.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Í byrjun árs hélt kvennakór Grindavíkur sína fyrstu formlegu söngæfingu. Berta Dröfn Ómarsdóttir kórstjóri og forsprakki hópsins segir að mikið hafi verið ýtt á hana að stofna kvennakór en flestar af þeim 20-30 konum sem syngja í kórnum sungu saman á sínum yngri árum.
Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. Fyrr í vetur bauð barnamenningarverkefnið List fyrir alla unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Afraksturinn verður opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gauti og Vigdís Hafliðadóttir koma fram.
Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Katla Þóru- Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber. Stjórn upptöku: Sturla Skúlason. Framleiðsla: List fyrir alla og RÚV.
Íslensk bíómynd frá 2021. Brynja treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í borginni að lokinni dvöl á heilsuhæli í litlum bæ og kemur sér fyrir á gistiheimili. Þar kynnist hún Mark, ferðamanni sem á líka erfitt með að yfirgefa bæinn. Þau bindast vináttuböndum, taka höndum saman og finna í sameiningu færa leið um þrautirnar sem lífið hefur lagt fyrir þau. Leikstjóri: Marteinn Þórsson. Aðalhlutverk: Laufey Elíasdóttir, Tim Plester, Sóley Elíasdóttir og Eygló Hilmarsdóttir.
Íslensk kvikmynd frá 2017 um gamalt tré og forræðisdeilu. Atli skilur við konuna sína og stendur í harðri forræðisdeilu. Á sama tíma berjast foreldrar hans fyrir því að gamalt tré sem skyggir á pallinn þeirra verði fellt. Deilurnar setja mark sitt á líf Atla og dularfullir hlutir taka að gerast. Leikstjórn: Hafsteinn G. Sigurðsson. Leikarar: Steinþór Hróar Steinþórsson, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.
Uppistand Sögu Garðarsdóttur og Snjólaugar Lúðvíksdóttur með splunkunýju og bráðfyndnu gríni fyrir djókþyrsta áhorfendur sem spannar allt frá eðlilegum heimilsaðstæðum til erfiðs gelludjamms. Sýningin var tekin upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði árið 2023. Framleiðsla: Republik. Sýningin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.