15:05
Íslendingar
Þórbergur Þórðarson
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Að margra dómi var Þórbergur einn frumlegasti og vinsælasti rithöfundur og hugsuður sem uppi var hér á landi á 20. öld. Skáldferilinn hóf hann árið 1915 með ljóðabókinni Hálfir skósólar undir dulnefninu Styrr Stofuglamm en nokkrum árum síðar kom út skáldævisagan Bréf til Láru undir hans eigin nafni. Meðal annarra þekktra bóka hans má nefna Íslenskan aðal, Ofvitann og Sálminn um blómið. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,