13:25
Snúið líf Elvu
Snúið líf Elvu

Heimildarmynd frá 2011 eftir Brynju Þorgeirsdóttur og Egil Eðvarðsson. Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta tilfelli touretteheilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð. Hún er þjökuð af nánast stanslausum kækjum, meðal annars höfuðkippum, vindingum og óviðráðanlegri þörf fyrir að snúa sér í hringi á nokkurra skrefa fresti. Engin lyf hafa virkað og hennar síðasta von var að komast í aðgerð þar sem rafskaut yrðu grædd djúpt í heila hennar. Elva var fyrst íslenskra tourettesjúklinga til að fara í slíka aðgerð. Í myndinni sjáum við Elvu og fjölskyldu hennar takast á við allt ferlið með húmorinn og kærleikann að vopni.

Var aðgengilegt til 30. nóvember 2024.
Lengd: 57 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,