Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ung stúlka særðist lífshættulega þegar unglingsstrákur réðst á hana með hníf í Miðborginni á menningarnótt. Tveir aðrir særðust í árásinni. Vopnaburður ungmenna er að færast í aukana sem og tíðni alvarlegra ofbeldisbrota. Við ræðum við Unnar Þór Bjarnason, samfélagslöggu svonefnda, sem fer í skóla og reynir að efla tengsl lögreglunnar og ungmenna.
Alexandra Briem borgarfulltrúi og Jenný Ingudóttir, lýðheilsufræðingur og foreldri koma líka í myndver og ræða þróunina, hlutverk foreldra og öryggi í miðborginni.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í viðtali um stærstu verkefni vetrarins framundan og framtíð ríkisstjórnarinnar. Í vettvang vikunnar mæta þau Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Jón Ólafsson prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ og Vigdís Häsler lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Spurningaþáttur þar sem gamlir keppendur, spyrlar, spurningahöfundar og stigaverðir úr Gettu betur koma saman og etja kappi í tilefni þess að í ár eru 35 ár liðin frá því að spurningakeppni framhaldsskólanna hóf göngu sína. Dómarar: Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir. Spyrill: Kristjana Arnarsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þessum þætti mætast lið Heimavistarskólans og Reykjavíkurskólans. Lið Heimavistarskólans skipa Jón Yngvi Jóhannsson, Ólína Þorvarðardóttir og Edda Hermannsdóttir. Lið Reykjavíkurskólans skipa Steinþór Helgi Arnsteinsson, Oddur Ástráðsson og Anna Kristín Jónsdóttir. Gestaspyrill er Þorgeir Ástvaldsson.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Fjallað er um málfræðinginn Rask, sem var mikill Íslandsvinur, hörmulegan dauða þriggja Íslendinga í Kaupmannahöfn, ólifnaðinn í borginni, vændiskonur og veðmangara, en líka um Íslendinga sem fjölmenntu til Kaupmannahafnar undir lok 19. aldar til að leita sér menntunar.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti eru skoðuð gömul bréf sem fundust nýlega og geta mögulega varpað nýju ljósi á marga af merkustu mönnum Íslandssögunnar.
Sænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Friðþjófur býr ásamt Manninum með gula hattinn í íbúð í borginni, en stundum fara þeir í sveitina og búa þar á litlum sveitabæ.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Rætt við framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs um slysið á Breiðamerkurjökli þar sem karlmaður lést og kona slasaðist alvarlega. Hvaða öryggisreglur gilda um slíkar ferðir og hvernig er eftirliti háttað? Einnig var rætt við Jón Gauta Jónsson, fjallaleiðsögumann og einn höfunda skýrslu um aðferðir við mat á áhættu í íshellaferðum á Vatnajökli. Hann útskýrir einnig hvernig sólbráð á sumri getur valdið því að erfitt sé að meta ástand jökulsins.
Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.
Ný sænsk dramaþáttaröð byggð á sönnum atburðum. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsfræga leikritaskáldið Lars Norén. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.