Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ung stúlka særðist lífshættulega þegar unglingsstrákur réðst á hana með hníf í Miðborginni á menningarnótt. Tveir aðrir særðust í árásinni. Vopnaburður ungmenna er að færast í aukana sem og tíðni alvarlegra ofbeldisbrota. Við ræðum við Unnar Þór Bjarnason, samfélagslöggu svonefnda, sem fer í skóla og reynir að efla tengsl lögreglunnar og ungmenna.
Alexandra Briem borgarfulltrúi og Jenný Ingudóttir, lýðheilsufræðingur og foreldri koma líka í myndver og ræða þróunina, hlutverk foreldra og öryggi í miðborginni.