Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð mætast. Keppendur frá Kvennaskólanum í Reykjavík: Árni Jónsson, Embla María Möller Atladóttir og Jón Kristján Sigurðsson. Keppendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð: Atli Ársælsson, Hálfdan Árni Jónsson og Una Ragnarsdóttir.
Fjórtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Við kynnumst starfi Atla Más í Húsdýragarðinum, sjáum afrekskonuna Sigrúnu í sundi, upplifum náttúrutöfra Raufarhólshellis auk þess sem Ísak Óli bróderar. Dagskrárliðurinn Smakkið snýr aftur og nýi dagskrárliðurinn Tvennan er kynntur til leiks þar sem rætt er við fólk sem tengist tryggðaböndum. Að þessu sinni er rætt við feðgana Egil Helgason og Kára Egilsson. Loks kynnumst við samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Við hefjum leikinn í heimabæ Andra, Reyðarfirði. Þar hefur hún Gréta Friðriksdóttir komið sér upp mjög myndarlegu lyklakippusafni, svo vægt sé tekið til orða. Á Eskifirði fær Andri að prófa að skjóta af einu haglaskammbyssunni á landinu, í boði stórskyttunar Palla í Hlíð. Hann er líklega frægastur fyrir að geta skotið vængina af fiðrildi á 50 metra færi. Andri og Tómas fara í pílagrímsför til Vopnafjarðar, fæðingarbæ Lindu P. og finna í leiðinni ótrúlega góða sveitasundlaug í Selárdal. Á Eiðum kíkja Andri og Tómas í kaffi til Bjartmars Guðlaugssonar og telja í eitt eða tvo lög eftir meistarann sjálfann.

Færeyskir þættir sem sýna ferlið frá því að fiskur er veiddur og þar til hann er fluttur frá Færeyjum til þess staðar þar sem hann er matreiddur.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Hildi Bjarnadóttur og Helga Þórssyni en miðill þeirra beggja er málverk. Hildur rannsakar uppruna litarins og Helgi notar hann til að skapa skynræn áhrif. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.


Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Rætt um uppbyggingu vindorkuvers í Búrfellslundi, áhrif þess á ferðaþjónustu og lagareglur sem gilda um vindorkuver við þá Finn Beck, framkvæmdastjóra Samorku, og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Bíldudalur er þekktur fyrir grænar baunir og sæskrímsli en þar ólst leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson líka upp. Við kynnumst æskuslóðum hans.

Sænskir heimildarþættir frá 2023 þar sem svefnsérfræðingurinn Christian Benedict aðstoðar fjóra einstaklinga sem öll glíma við mismunandi svefnvandamál.
Danskir dramaþættir frá 2023. Hinn skapstóri Michael er yfirkokkur á einum fremsta veitingastað Kaupmannahafnar. Hann tekur því illa þegar Naja, nýi yfirkokkurinn, vill gera breytingar á vinnustaðarmenningunni, sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna. Á meðan þau takast á um hvort þeirra stjórnar koma ýmis leyndarmál upp á yfirborðið sem ógna framtíð veitingastaðarins. Aðalhlutverk: Jesper Zuschlag, Julie Rudbæk og Ann Eleonora Jørgensen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk heimildarmynd frá 2021 um feril og verk kínversk-franska listamannsins Chu Teh-Chun sem var þekktastur fyrir að flétta fornum kínverskum aðferðum við listmálun saman við abstraktlist að vestrænum hætti. Leikstjóri: Christophe Fonseca.

Önnur þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.