15:20
Andri á flandri
Austurland
Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Við hefjum leikinn í heimabæ Andra, Reyðarfirði. Þar hefur hún Gréta Friðriksdóttir komið sér upp mjög myndarlegu lyklakippusafni, svo vægt sé tekið til orða. Á Eskifirði fær Andri að prófa að skjóta af einu haglaskammbyssunni á landinu, í boði stórskyttunar Palla í Hlíð. Hann er líklega frægastur fyrir að geta skotið vængina af fiðrildi á 50 metra færi. Andri og Tómas fara í pílagrímsför til Vopnafjarðar, fæðingarbæ Lindu P. og finna í leiðinni ótrúlega góða sveitasundlaug í Selárdal. Á Eiðum kíkja Andri og Tómas í kaffi til Bjartmars Guðlaugssonar og telja í eitt eða tvo lög eftir meistarann sjálfann.

Var aðgengilegt til 17. nóvember 2024.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,