Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Það eru tæpar þrjár vikur þar til að forsetakosningar fara fram og eins og komið hefur fram í fréttum þá virðist fylgi frambjóðenda vera á mikilli hreyfingu. Við ætlum reyndar ekki að ræða fylgið eða einstaka frambjóðendur í þætti kvöldsins, heldur velta fyrir okkur hvernig umræðan um embættið hefur þróast frá 2016 og um leið verður umræða um umræðuna um frambjóðendur. Gestir eru þau Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, fyrirlesari og samfélagsrýnir sem hefur skoðað ólíka miðla í samfélaginu.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Það steðjar öryggisógn að Íslandi og öðrum Evrópuþjóðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stríðsins á Gaza og loftslagsbreytinga. Hverjar eru helstu ógnirnar? Hvað er verið að gera til að verjast þeim? Hvað þarf að gera betur? Gestir þáttarins eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunnar, Hallgrímur Indriðason fréttamaður og Logi Einarsson alþingismaður.
Í seinni hluta þáttarins kemur Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Þjóðkirkjunnar og ræðir hvernig hún mun beita sér í embætti.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Þáttur frá 1996 um arkitektinn Rögnvald Ágúst Ólafsson, höfund Húsavíkurkirkju, Vífilsstaðaspítala, Pósthússins í Reykjavík og fleiri húsa. Dagskrárgerð: Björn G. Björnsson. Framleiðandi: Saga film.
Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Vilja lög til að takmarka samfélagsmiðlanotkun 2. Forsetaframbjóðendur
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Jarðhræringar í Grindavík hafa lítil áhrif haft á sauðburð og grindvískir sauðfjárbændur eru önnum kafnir við móttöku nýrra lamba.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði nýverið þeirri niðurstöðu að meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra hafi verið farsímanotkun við stýri. Mikil hætta farsímanotkunar við akstur ætti að vera öllum ljós en hefur engu að síður aukist. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samskiptastofu og Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræða skýringar að baki því og átakið Ekki taka skjáhættuna sem ætlað er að brýna fyrir ökumönnum lífsanuðsyn þess að láta af notkun farsíma við akstur.
Breskir sakamálaþættir frá 2023. Rannsóknarlögreglumaðurinn Humphrey Goodman og unnusta hans, Martha, flytja í lítið þorp í Devon á Englandi. Humphrey gengur í lögreglu þorpsins þar sem hann rannsakar glæpi eins og honum einum er lagið. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.
Franskir heimildaþættir frá 2020. Tvö listaverk eftir sitt hvorn listmálarann eru borin saman og fjallað er um hvernig list á í stöðugu samtali við samtímann.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænskir spennuþættir um hermanninn Max Anger sem hefur sagt skilið við sænska herinn og fundið ástina með rússneskri samstarfskonu sinni, Pashie. Eftir að Pashie hverfur sporlaust þarf Max að leggja líf sitt í hættu til að leita hennar. Aðalhlutverk: Adam Lundgren, Johan Rheborg og Malin Crépin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Vilja lög til að takmarka samfélagsmiðlanotkun 2. Forsetaframbjóðendur
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson