15:30
Silfrið
Öryggi og varnir Íslands og nýkjörinn biskup situr fyrir svörum
Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Það steðjar öryggisógn að Íslandi og öðrum Evrópuþjóðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stríðsins á Gaza og loftslagsbreytinga. Hverjar eru helstu ógnirnar? Hvað er verið að gera til að verjast þeim? Hvað þarf að gera betur? Gestir þáttarins eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunnar, Hallgrímur Indriðason fréttamaður og Logi Einarsson alþingismaður.

Í seinni hluta þáttarins kemur Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Þjóðkirkjunnar og ræðir hvernig hún mun beita sér í embætti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
e
Endursýnt.
,