13:35
Kastljós
Forsetakosningar 2024
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Það eru tæpar þrjár vikur þar til að forsetakosningar fara fram og eins og komið hefur fram í fréttum þá virðist fylgi frambjóðenda vera á mikilli hreyfingu. Við ætlum reyndar ekki að ræða fylgið eða einstaka frambjóðendur í þætti kvöldsins, heldur velta fyrir okkur hvernig umræðan um embættið hefur þróast frá 2016 og um leið verður umræða um umræðuna um frambjóðendur. Gestir eru þau Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, fyrirlesari og samfélagsrýnir sem hefur skoðað ólíka miðla í samfélaginu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 16 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,