Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Jarðhræringar í Grindavík hafa lítil áhrif haft á sauðburð og grindvískir sauðfjárbændur eru önnum kafnir við móttöku nýrra lamba.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði nýverið þeirri niðurstöðu að meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra hafi verið farsímanotkun við stýri. Mikil hætta farsímanotkunar við akstur ætti að vera öllum ljós en hefur engu að síður aukist. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samskiptastofu og Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræða skýringar að baki því og átakið Ekki taka skjáhættuna sem ætlað er að brýna fyrir ökumönnum lífsanuðsyn þess að láta af notkun farsíma við akstur.