Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Kortó, Mýsla og Eik eru ákveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Talsett teiknimynd frá 2011. Árið er 1910 og skrímsli leikur lausum hala í Parísarborg. Það er í höndum vinanna Emils og Raúls að hafa hendur í hári þess. Skrímslið reynist hins vegar vera ofvaxin og meinlaus fló og vinirnir slást í för með söngkonunni Lucille og sérvitrum vísindamanni til þess að bjarga því frá metorðagjörnum lögreglustjóra.
Heimildarmynd frá 2021 um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Dagskrárgerð: Anna Edit Dalmay.
Íslensk heimildarmynd frá 2022. Árni Jón Árnason er á 73. aldursári þegar hann kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Við fylgjum Árna eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2022, hátíð íslenskra heimildakvikmynda. Framleiðsla: Allan Sigurðsson, Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundarson
Heimildarþættir frá 2022 sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elfar Örn Egilsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að kynna okkur hlutverk samfélagslögreglu, hittum ástríðufullan veitingamann á Vestfjörðrðum, kíkjum inn í menningarhúsið á Skagaströnd og við heimsækjum ungan verslunarmann á uppleið.
Tónleika- og viðtalsþáttur þar sem farið er yfir 50 ára samstarf tónlistarmannanna Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar. Í þættinum er sýnt frá stórtónleikum Magnúsar og Jóhanns í Bæjarbíói haustið 2022 þar sem þeir fluttu mörg af þekktustu lögum sínum ásamt Jóni Ólafssyni. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kannar köku- og sætabrauðsmenningu annarra landa. e.
Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kannar köku- og sætabrauðsmenningu annarra landa.
Í þessum þætti liggur leiðin til Portúgal.
Nýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Benediktsson og Birna Björg Berndsen ventu kvæði sínu í kross árið 2020 þegar Páll fór á eftirlaun og fluttu í kúlulaga glerhús rétt utan við Hellu á Rangárvöllum. Í glerhýsinu, Auðkúlu, búa þau og reka kaffihús í dyragættinni heima hjá sér. Sannkallaður ævintýraskógur umlykur Auðkúlu og þau hafa byggt tvö gistihús á jörðinni.
Rick föndrar, málar og býr til allskonar skemmtilega hluti. Engar hugmyndir eru of stórar og hann ræðst á þær eins og ninja!
Nico og Andrés mæta enn á ný með nýjar áskoranir fyrir upprennandi fatahönnuði.
Íþróttafréttir.
Breskir spennuþættir frá 2023 í leikstjórn Dries Vos. Ung hjón flytja í nýtt og glæsilegt hverfi og horfa björtum augum til framtíðar. Fljótlega eftir flutninginn vingast þau við nágrannahjón sín en sá vinskapur á eftir að snúa ástarlífi unga parsins á hvolf og draga ófyrirséðan dilk á eftir sér. Þættirnir eru byggðir á hollensku sjónvarpsþáttaröðinni New Neighbours. Aðalhlutverk: Sam Heughan, Eleanor Tomlinson og Jessica De Gouw. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bandarísk þáttaröð um slökkviliðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert fyrir sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Eamonn Walker og David Eignberg. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Portúgalskir sakamálaþættir frá 2019. Lögreglufulltrúinn Humberto og samstarfskona hans, Alice, rannsaka dularfull andlát tveggja ungra kvenna. Aðalhlutverk: Adriano Luz, Jani Zhao og Afonso Pimentel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Sannsöguleg bresk mynd frá 2023 í leikstjórn Nadiru Amrani. Svört stúlka úr verkamannastétt stundar nám í virtum einkaskóla sem var áður drengjaskóli. Hún sakar skólabróður sinn um kynferðisofbeldi og mætir í kjölfarið miklu mótlæti. Aðalhlutverk: Lashay Anderson, Tom Victor og Rhea Norwood. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
A documentary about 73 year-old Árni Jón Árnason who unexpectedly learns about the potential identity of his father. We follow him as he embarks on a journey to find answers about his family and origin. Producers: Allan Sigurðsson, Viktoría Hermannsdóttir and Sólmundur Hólm Sólmundarson.