16:50
Á gamans aldri
Páll Benediktsson og Birna Berndsen
Nýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Benediktsson og Birna Björg Berndsen ventu kvæði sínu í kross árið 2020 þegar Páll fór á eftirlaun og fluttu í kúlulaga glerhús rétt utan við Hellu á Rangárvöllum. Í glerhýsinu, Auðkúlu, búa þau og reka kaffihús í dyragættinni heima hjá sér. Sannkallaður ævintýraskógur umlykur Auðkúlu og þau hafa byggt tvö gistihús á jörðinni.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.