Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason fer niður í Hafnarstræti og rifjar upp hvernig orðið róni er til komið. Í Hafnarstræti 15 stóð búlla sem nefndist Bar Reykjavík. Farið var að kenna sífulla fastagestina við barinn; þeir voru Bar-rónar, eða einfaldlega rónar. Í blaðagrein frá 1936 má finna nákvæma lýsingu af stemningunni sem þarna ríkti. Rónarnir urðu margir hverjir þekktir í litlu Reykjavík. Margir þeirra voru gáfumenn, hæfileikum gæddir og hagyrtir og sérstakt samfélag spratt upp úr kynnum þeirra við bókhneigða lögreglumenn sem hlutuðust til um þeirra mál. Egill rifjar upp sögu eins frægasta rónans, Jóns Kadet Sigurðssonar og einnig sögu Hreins Vilhjálmssonar sem gerði sukkárum sínum skil í bókinni Bæjarins verstu eftir að hafa snúið við blaðinu í lífi sínu.