Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fjallað um samninga Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um bensínstöðvalóðir. Rætt við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, fulltrúa minnihlutans í Reykjavík og dósent í lögfræði við HÍ.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason fer niður í Hafnarstræti og rifjar upp hvernig orðið róni er til komið. Í Hafnarstræti 15 stóð búlla sem nefndist Bar Reykjavík. Farið var að kenna sífulla fastagestina við barinn; þeir voru Bar-rónar, eða einfaldlega rónar. Í blaðagrein frá 1936 má finna nákvæma lýsingu af stemningunni sem þarna ríkti. Rónarnir urðu margir hverjir þekktir í litlu Reykjavík. Margir þeirra voru gáfumenn, hæfileikum gæddir og hagyrtir og sérstakt samfélag spratt upp úr kynnum þeirra við bókhneigða lögreglumenn sem hlutuðust til um þeirra mál. Egill rifjar upp sögu eins frægasta rónans, Jóns Kadet Sigurðssonar og einnig sögu Hreins Vilhjálmssonar sem gerði sukkárum sínum skil í bókinni Bæjarins verstu eftir að hafa snúið við blaðinu í lífi sínu.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Gestir þáttarins eru Þóra Arnórsdóttir, Þórhallur Gunnarsson, Evu H. Önnudóttir og Rakel Anna Boulter. Þau greina kappræður forsetaframbjóðenda og kosningabaráttuna sem stefnir í að verða æsispennandi. Þá ræða þau sniðgöngu á Eurovision vegna þátttöku Ísraela og mótmæli stúdenta í Bandaríkjunum.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti fer Ida yfir farinn veg og ígrundar hvort allar ráðleggingar, sem hún hefur fengið frá sérfræðingum, skili sér í fullkomnu lífi.
Heimildarmynd frá 1997 eftir Þorfinn Guðnason þar sem skyggnst er inn í smáveröld íslenskra hagamúsa.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Forsetaframbjóðendurnir orðnir tólf 2. Mari Järsk vann bakgarðshlaupið 3. Krakkaskýring: Eurovision
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íþróttafréttir.
Heimildarþættir frá 2022 sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænskir spennuþættir um hermanninn Max Anger sem hefur sagt skilið við sænska herinn og fundið ástina með rússneskri samstarfskonu sinni, Pashie. Eftir að Pashie hverfur sporlaust þarf Max að leggja líf sitt í hættu til að leita hennar. Aðalhlutverk: Adam Lundgren, Johan Rheborg og Malin Crépin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Forsetaframbjóðendurnir orðnir tólf 2. Mari Järsk vann bakgarðshlaupið 3. Krakkaskýring: Eurovision
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson