Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Úrslitin í Söngvakeppninni um helgina hafa dregið dilk á eftir sér eftir að tæknilegir örðugleikar höfðu áhrif á atkvæðagreiðslu. Þá urðu notendur Android síma varir við að númerið, sem hringt var í til að greiða Palestínumanninum Bashar Murad atkvæði, var merkt sem ruslnúmer - eitt númeranna sem tóku þátt í keppninni. Kastljós ræddi við Theódór Carl Steinþórsson hjá Vodafone, sem hafði umsjón með símakosningunni fyrir RÚV.
Keppnin í ár var afar umdeild og pólitísk. Rasísk og hatursfull ummæli hafa verið látin falla um Bashar Murad, sem varð í öðru sæti, og reiðir netverjar hafa líka látið sigurvegarann, Heru Björk, fá það óþvegið. Stefán Eiríksson ræddi stöðuna og framhaldið.
Innrás Rússa í Úkraínu fyrir tveimur árum hefur neytt ríki Evrópu til að endurskoða öryggismál sín. Hver er staða mála á Íslandi? Við ræddum við Piu Hanson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Heilbrigðismálin: Guðrún Ása Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB ræða þróun heilbrigðiskerfisins og þau verkefni sem eru framundan. Umsjón: Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Heimildaþættir frá BBC í þremur hlutum. Í Kína hafa verið settir upp tíu þjóðgarðar til að vernda sjaldgæfustu dýrategundir landsins. Um er að ræða metnaðarfullt tilraunaverkefni á vegum kínverskra stjórnvalda.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Skáldið Harpa Rún Kristjánsdóttir er gestur í Kilju vikunnar. Harpa er bóndi, býr við Heklurætur, en hefur sent frá sér ljóð, skáldsögu auk þess sem hún var einn höfunda Eddu, leiksýningarinnar sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu um jólin. Nýjasta bók hennar heitir Vandamál vina minna. Arthúr Björgvin Bollason segir okkur frá þýðingu sinni á sígildri þýskri skáldsögu, Effí Briest eftir Theodor Fontane. Við ræðum skáldið Ísak Harðarson við Andra Snæ Magnason en nýlega er komið út ljóðaúrval Ísaks sem nefnist Ró í beinum. Ísak valdi kvæðin sjálfur en Andri Snær ritar eftirmála. Í Bókum og stöðum förum við austur á Fáskrúðsfjörð á slóðir franskra Íslandssjómanna en líka hinna forkostulegu bræðra Páls og Jóns Ólafssona. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Davíð Wunderbar eftir Hákon J. Behrens, Heim fyrir myrkur eftir Evu Björg Ægisdóttur og Hold og blóð, sögu mannáts, eftir Reay Tannahill.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Vilja þjóðarleikvang vetraríþrótta 2. Pop-up mathöll á Akureyri 3. Krakkaskýring: Mottumars
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bændur virðast frekar finna fyrir þunglyndi og streitu en aðrir á vinnumarkaði samkvæmt nýrri rannsókn Báru Elísabetar Dagsdóttur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Dæmi eru um að álag og streita valdi kulnun hjá íslenskum bændum, eins og dæmi kúabændanna Guðrúnar Eikar Skúladóttur og Óskars Más Jónssonar sannar. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands segir allt kapp verða lagt á að bæta úr andlegri líðan bænda á landsvísu.
Víð varð uppnám þegar miðlar Meta-samsteypunnar; Facebook, Instagram og Threads lágu niðri á heimsvísu í rúma klukkustund í dag. Guðmundur Jóhannsson tæknisérfræðingur lagði mat á orsök og afleiðingar.
Þýsk heimildarmynd frá 2021 um rætur. Þær eru sjaldnast sýnilegar en eru samt stærsti hluti plantna. Fjallað er um hvernig þær vernda umhverfið og geta komið að góðum notum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Þriðja þáttaröð þessara bresku gamanþátta um hina sextugu Cathy sem reynir eftir bestu getu að lifa lífinu eftir fráfall eiginmannsins en samskiptin við fjölskyldu og vini eru oft skrautleg og erfið. Þættirnir hafa unnið til BAFTA-verðlauna. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Peter Mullan og Lisa McGrillis.
Þriðja þáttaröð þessara bresku gamanþátta um grísk-kýpverska leigumiðlarann Stath sem vinnur fyrir fjölskyldufyrirtækið Michael and Eagle. Hann er ekki góður leigumiðlari en reynir að gera föður sínum til hæfis. Þættirnir eru eftir grínistann Jamie Demetriou sem einnig leikur aðalhlutverkið. Þeir hafa hlotið þrenn BAFTA-verðlaun. Þættirnir eru ekk við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir dramaþættir frá 2022 með Martin Freeman í aðalhlutverki. Lögregluþjónninn Chris tekst á við glæpi og ofbeldi á götum Liverpool-borgar á sama tíma og hann berst við djöfla í einkalífi sínu. Þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, nýliðann Rachel, taka við spennuþrungnar næturvaktir sem eiga eftir að breyta lífi þeirra. Þættirnir eru byggðir á frásögnum fyrrum lögregluþjónsins og rithöfundarins Tony Schumacher. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Adelayo Adedayo og Warren Brown. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
Sænskir sakamálaþættir sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Líf og örlög fjögurra ókunnugra einstaklinga samtvinnast eftir að tveir ferðamenn finnast myrtir í tjaldi í Norður-Svíþjóð. Meðal leikenda eru Asta Kamma August, Rolf Lassgård og Alba August. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Vilja þjóðarleikvang vetraríþrótta 2. Pop-up mathöll á Akureyri 3. Krakkaskýring: Mottumars
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir