13:35
Kastljós
Úrslitin í Söngvakeppninni, öryggismál í Evrópu
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Úrslitin í Söngvakeppninni um helgina hafa dregið dilk á eftir sér eftir að tæknilegir örðugleikar höfðu áhrif á atkvæðagreiðslu. Þá urðu notendur Android síma varir við að númerið, sem hringt var í til að greiða Palestínumanninum Bashar Murad atkvæði, var merkt sem ruslnúmer - eitt númeranna sem tóku þátt í keppninni. Kastljós ræddi við Theódór Carl Steinþórsson hjá Vodafone, sem hafði umsjón með símakosningunni fyrir RÚV.

Keppnin í ár var afar umdeild og pólitísk. Rasísk og hatursfull ummæli hafa verið látin falla um Bashar Murad, sem varð í öðru sæti, og reiðir netverjar hafa líka látið sigurvegarann, Heru Björk, fá það óþvegið. Stefán Eiríksson ræddi stöðuna og framhaldið.

Innrás Rússa í Úkraínu fyrir tveimur árum hefur neytt ríki Evrópu til að endurskoða öryggismál sín. Hver er staða mála á Íslandi? Við ræddum við Piu Hanson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,