Þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona kemur í viðtal. Það verður litið inn í Laxnesssafnið í Mosfellsdal. Við sjáum listilegt hekl Fanneyjar Sigurðardóttur. Kári Egilsson leyfir okkur að heyra uppáhaldslögin sín. Við förum á heimsleika fatlaðs fólks í Berlín þar sem 30 Íslendingar kepptu í sumar. Og við förum í vinnuna með Kidda í Kiddakaffi. Arna Sigríður Albertsdóttir gefur heilsueflandi ráð.