Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
MAST hefur lagt tímabundið bann á veiðar Hvals, eftir að það tók tæplega hálftíma að aflífa dýr snemma í september. Stofnunin segir þetta alvarlegt brot á skilyrðum sem ráðherra setti fyrir áframhaldandi veiðum. Hvað gerðist og hvernig hyggst Hvalur bæta úr veiðunum? Kristján Loftsson, forstjóri Hvals var gestur Kastljóss.
Ívilnanir á rafbíla dragast saman á næsta ári samkvæmt fjárlögum og stefnt er að því að koma á einhvers konar notkunargjaldi fyrir rafbílaeigendur, sem á enn eftir að útfæra. Talsmenn bifreiðaeigenda vara við að þetta geti gert rafbíla dýrari og seinkað orkuskiptum. En hvernig á þá að tryggja fjármögnun vegakerfisins eftir því sem hlutdeild rafbíla eykst?
Nú er sá tími árs sem sveppaáhugafólk flykkist út í skóg til þess að týna matsveppi. Við slógumst í för með einum helsta sveppafræðingi landsins sem kenndi okkur að sveppir eru ekki að það sama og sveppir.
Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, dómari og spurningahöfundur er Stefán Pálsson og stigavörður er Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Fyrir Borgarholtsskóla keppa Steinþór Helgi Arnsteinsson, Baldvin Már Baldvinsson og Björgólfur Guðni Guðbjörnsson
Fyrir Menntaskólann í Reykjavík keppa Snæbjörn Guðmundsson, Oddur Ástráðsson og Atli Freyr Steinþórsson.
Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.
Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Önnur þáttaröð íslensku heimildarþáttanna þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður ákvað ung að árum að gera allt sem hún gæti til að bæta úrræði fyrir börn fólks með geðrænan vanda. Guðjón hefur fjarlægt mörg þúsund tyggjóklessur af götum borgarinnar og er hvergi nærri hættur að leita leiða til að fegra umhverfið.
Þættir frá 2012-2013. Fjallað er um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig er farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Guðmundur Oddur Magnússon, Vera Sölvadóttir, Símon Birgisson og Sigríður Pétursdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Sænskir þættir um fiskveiðar. Þáttastjórnendurnir Emilie Björkman og Martin Falklind ferðast um Svíþjóð, hitta fiskveiðiáhugamenn, stunda veiðar og gefa góð ráð.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslensk erfðagreining rannsakar beinin 2. Danskir tónlistarmenn spila í heimahúsum 3. Strokulemúr
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Hver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr ásnum? Þættir frá 2023 sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aðgengi er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á neyslu áfengis. Æ fleiri vefverslanir bjóða upp á heimkeyrslu áfengis og á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að endurskoða skuli lög um vefverslun með áfengi. Við ræðum aukna áfengisneyslu Íslendinga og afleiðingar hennar í samhengi við ákall eftir auknu aðgengi við Láru G. Sigurðardóttur lækni og Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins.
Hópur Vestur-Íslendinga, frá Bandaríkjunum og Kanada fóru á dögnum hringinn í kringum landið til þess að heimsækja heimkynni forferða sinna.
Ellen Bje, Ex og Ekki málið eru kaflarnir í þríleik Marius von Mayenburg leikskálds. Fyrstu tvö verkin voru sýnd á síðasta leikári Þjóðleikhússins og nú er komið að því þriðja og síðasta, sem höfundurinn leikstýrir sjálfur og verður frumsýnt á laugardag.
Þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona kemur í viðtal. Það verður litið inn í Laxnesssafnið í Mosfellsdal. Við sjáum listilegt hekl Fanneyjar Sigurðardóttur. Kári Egilsson leyfir okkur að heyra uppáhaldslögin sín. Við förum á heimsleika fatlaðs fólks í Berlín þar sem 30 Íslendingar kepptu í sumar. Og við förum í vinnuna með Kidda í Kiddakaffi. Arna Sigríður Albertsdóttir gefur heilsueflandi ráð.
Dönsk þáttaröð þar sem prjónaáhrifavaldurinn Lærke Bagger og sjónvarps- og prjónakonan Christine Feldthaus fara til Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs og læra prjónaaðferðir í hverju landi.
Breskir spennuþættir frá 2022. Fjölskyldufrí breytist í martröð þegar vopnaðir menn hefja skothríð á hóteli. Aðalhlutverk: Keeley Hawes, Lee Ingleby og Noah Leggott. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Danskir heimildarþættir um Bjørn Jacobsen, þriggja barna föður, sem greinist með Alzheimer aðeins 48 ára gamall.
Heimildarþáttaröð frá BBC í fjórum þáttum. Louis Theroux hefur alla tíð haft mestan áhuga á fólki sem er jaðarsett í samfélaginu. Hér lítur hann yfir farinn veg, skyggnist aftur í nokkur af þeim málum sem hvað mest hafa hreyft við honum á löngum ferli og hittir fólkið á ný. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslensk erfðagreining rannsakar beinin 2. Danskir tónlistarmenn spila í heimahúsum 3. Strokulemúr
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson