Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
MAST hefur lagt tímabundið bann á veiðar Hvals, eftir að það tók tæplega hálftíma að aflífa dýr snemma í september. Stofnunin segir þetta alvarlegt brot á skilyrðum sem ráðherra setti fyrir áframhaldandi veiðum. Hvað gerðist og hvernig hyggst Hvalur bæta úr veiðunum? Kristján Loftsson, forstjóri Hvals var gestur Kastljóss.
Ívilnanir á rafbíla dragast saman á næsta ári samkvæmt fjárlögum og stefnt er að því að koma á einhvers konar notkunargjaldi fyrir rafbílaeigendur, sem á enn eftir að útfæra. Talsmenn bifreiðaeigenda vara við að þetta geti gert rafbíla dýrari og seinkað orkuskiptum. En hvernig á þá að tryggja fjármögnun vegakerfisins eftir því sem hlutdeild rafbíla eykst?
Nú er sá tími árs sem sveppaáhugafólk flykkist út í skóg til þess að týna matsveppi. Við slógumst í för með einum helsta sveppafræðingi landsins sem kenndi okkur að sveppir eru ekki að það sama og sveppir.